DrillWood

Vefverslun + Bitcoin

Það er góð hugmynd...

Rétt aðeins um Bitcoin

Bitcoin var stofnað 2009 af Satoshi Nakamoto. Markmiðið var að búa til nýtt rafrænt peningakerfi án miðlægrar stjórnar. Bitcoin byggir á dulkóðaðri bálkakeðjutækni og er því ekki hægt að rekja persónuupplýsingar á milli aðila. Til að stunda viðskipta þarf að nota rafrænt veski sem geymir rafmyntina. Þetta veski er auðkennt með 42 tilvinjunarkenndum stöfum og bókstöfum sem getur einnig verið QR kóði. Hér væri auðveldlega hægt að skrifa mikið meira um Bitcoin, en látum þetta duga í bili.

Hvers vegna að nota Bitcoin?

Margir kaupa Bitcoin og geyma þangað til verðið hækkar og nota svo til að kaupa varning eða skipta í aðra gjaldmiðla. Í raun mjög svipað og kaupa hlutabréf, nema viðskipti með hlutabréf þurfa að fara í gegnum kauphallir eða banka og tekur oftast töluverðann tíma að kaupa eða selja. Þess vegna er það góð hugmynd að bjóða upp á Bitcoin sem greiðslumáta. Því það eru mjög margir sem eiga Bitcoin og vilja nýta hagnað af hækkuðu verði til að kaupa sé eitthvað fallegt. Það eru vissulega sveiflur í verði á Bitcoin, rétt eins og með alla gjaldmiðla, hlutabréf, vísitölur og almennt verð á hverju sem við kaupum.

Er mikið mál að setja upp Bitcoin greiðslugátt?

Það er í raun ekki svo mikið mál að setja upp Bitcoin greiðslugátt, fyrir þá sem þekkja ferlið. Fyrst þarf að stofna aðgang og búa til rafrænt veski. Ferlið að setja upp rafrænt veski krefst staðfestingar og auðkenningar frá viðkomandi aðila. Við það ferli er stofnað svokallað "Secret Phrase" lykilorð, sem eru 12 tilvinjunarkend orð. Geyma þarf þessi orð mjög vandlega og passa að enginn annar viti um þau. Þjónusta Drillwood snýst um veita þér þjónustu við að stofna þetta rafræna veski án þess að gera það fyrir þig. Vegna þess að þriðji aðili ætti ekki að vita þessi lykilorð nema vera viðurkennd fjármálastofnun með öryggisatriði sem uppfylla þetta ferli. Þegar þú ert hefur stofnað veskið getum við aðstoðað þið að tengja það við þín vefverslun.

WordPress

Shopify

Hvað gerir Drillwood ?

Vefsíðugerð með áherslu á rafmyntir er sérstaða Drillwood. Getum auðvitað einnig aðstoðað þig í vefsíðugerð og vefverslun þó þú sérst ekki komin á rafmyntavagninn. Sinnum einnig drónamyndatöku, viðmótshönnun, myndvinnslu, teiknum kennimyndir (icon) og veitum persónulega og faglega ráðgjöf á öllum þessum sviðum.

Vefsíðugerð

Vefsíða í WordPress með möguleika á vefverslun.

Vefverslun

WooCommerce og tening við þitt birgðahald.

Myndvinnsla

Drónamyndataka og myndvinnsla

Rafmyntir

Bitcoin og aðrir snjallsamningar.

Það er góð hugmynd...

Drillwood ehf. 
Hjarðarhagi 36 // 107 Reykjavík
Kt. 700505-0490 // VSK 86863