The Phrase Book er vasabók sem inniheldur 300 setningar og orð á 15 tungumálum. Hvert tungumál hefur 10 flokka sem hver er með 30 númeraðar setningar. Þannig er auðvelt að finna sömu setningu á öðru tungumáli eftir flokk og númeri á öðrum stað í bókinni. Öll tungumálin eru með sömu setningar og raðað í sömu röð.
CHN – CZE – DAN – DUT – ENG – FIN – FRE – GER – ICE – ITA – NOR – POL – POR – SPA – SWE
The Phrase Cards er spilastokkur sem inniheldur 300 setningar á 8 tungumálum. Hvert tungumál hefur 10 spil sem hvert er með 15 setningum á hvorri hlið. Hver spil samsvarar einum flokki frá bókinni, The Phrase Book. Þannig er auðvelt að skoða sömu setningar á öðru tungumálii á öðru spili. The Phrase Cards er nú í boði í forpöntun.
Stuttar setningar og orð sem nauðsynlegt er að kynna t.d. já, nei, afsakið, góðann daginn, bíddu aðeins, takk fyrir.
Samskipti
Almennar fyrstu setningar í samskiptum við annað fólk t.d. hvað heitir þú? ég er frá…, viltu dansa? þetta reddast.
Matur
Helstu setningar og orð til að panta mat t.d. Mig langar í ís, hvað má bjóða þér?, Má ég smakka? Get ég fengið reikninginn.
Drykkir
Almennar setningar tengdar drykkjum t.d. hvar er næsta kaffihús?, einn bjór takk, ég borga næstu umferð, mig langar svo í kaffi.
Ferðalög
Nauðsynlega setningar á ferðalögum t.d. ég er á hraðferð, einn miða til … takk, mig vantar leigubíl, fer þessi lest til…?
Tími
Almennar setningar og orð um tíma og tölur t.d. hvað er klukkan, ellefu, tólf, hvernig er veðurspáin, janúar, febrúar, til hamingju með afmælið.
Viðskipti
Nauðsynlegar setningar í viðskiptum t.d. hve mikið?, já, ég kaupi þetta, get ég fengið nótu?, er hægt að borga með Bitcoin?, hvar finn ég hraðbanka?
Íþróttir
Skemmtilegar setningar og orð tengdar íþróttum t.d. áfram, gefðu sendingu, hver vann?, mig langar í sund, förum í göngutúr.
Stefnumót
Fyndnar og mögulega nauðsynlegar setningar við stefnumót t.d. ég fíla skóna þina, má ég taka þig úr fötunum, ég elska þig, viltu hitta foreldra mína?
Blótsyrði
Almenn blótsyrði sem öllum langar að kunna fyrst á öðru tungumáli t.d. haltu kjafti, andskotans helvíti, drullusokkur, farðu úr bænum, viltu ríða?, þú ert í ruglinu.